Sunday, November 19, 2006

mamma i heimsokn



Mamma kom í heimsókn síðustu helgi. Það var æði akkúrat það sem ég þurfti. þótt að það sé gaman að búa hér í París getur það verið svoldið einmannalegt og manni finnst maður stundum ekki vera í góðu kontakti við umheiminn.

var líka ekki að finna mig, fannst eins og ég væri að týna mér .. i metróinum hehehehhe.

nei en veðurGuðirnir voru ekki í góðu skapi og rændu af okkur verðmætum 6 klukkutímum, vegna veðurs var ekki flogið fyrr en eftir hádegi og átti hún flug kl 7:50 ekki góð byrjun en við létum það ekki á okkur fá. við settum bara í hærri gír og drifum í því að skoða eins mikið af París og hægt var.

Röltum um og skoðuðum. löbbuðum meira og átum góðan mat.

Laugardaginn fórum við inní Óperuna til að kanna hvort við gætum fengið miða á sýningu en kvöld sýningin var uppseld en hins vegar var dagsýningin ekki byrjuð svo við skelltum okkur á hana. sáum nútíma ballet 3 stikki og upplifunin var frábær. verð að gera þetta aftur bráðlega!.


Mamma gaf mér ótrúlega mikla orku og fann ég hvernig batteríið fylltist, svo mín var endurnærð þegar mætt var í skólan á mánudeginum.

Skóla vikan er ekki búin að vera neitt mega skemmtó en samt eru auðvitað dagar inná milli sem gera þetta allt þess virði. Fimmtudaginn fórum við (bekkurinn) heim til manns sem safnar gömlum myndum og hann á heila glásu. þegar hann deyr gera þeir áræðanlega safn í hans nafni hann hefur í gegnum árin fundið fullt af myndum á skran og götusölum og kannski 20 árum seinna hefur hann fundið út hver var ljósmyndarinn og viti menn ljósmyndarinn var einhvern mikilværgur hehhe

yndæll maður sem hefur mikla ástúð á gömlum myndum og munum.

Föstudaginn fór ég loksins í stúdíóið með hugmynd og plan,


Mig lagnaði að laga hár og farða eina stelpu sem er með mér i skólanum. hún hafði löngum haft fantasíu um að hana langaði að láta taka mynd af sér á vespu svo við vorum ótrúlega heppnar og fengum lánaða vespu hjá Helene sem er kennarinn okkar (hún var að fara út á land yfir helgina og þurfti ekki vespuna) svo við vorum þarna í stúdioinu í 5 klukkutíma að leika okkur með ljós og stellingar heheheh.

Þessi helgi er búin að vera svoldið skrítin. "vinir "mínir hér eu búnir að valda mér smá vonbrigðum, finnþað núna hvað ég á góða vini á íslandi og einnig í Svíþjóð. en svona er þetta alltaf fyrsta árið er bara í að kynnast og kynna það er í raun ekki fyrr en maður er farinn að mynda rætur á stað sem maður finnur fólk sem er á sömubylgjulengd og maður sjálfur.

en núna er ný vika og nýjir möguleika að myndast.....

hvað eru þið að bralla??

3 Comments:

At 11:05 PM, Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

 
At 2:08 PM, Anonymous Anonymous said...

Iss, þú verður fljót að finna þér topp vini þú ert svo opin og dugleg í því. Þarf kannski smá heppni að hitta rétta fólkið en það kemur alltaf að því á endanum.

Stattu þig stelpa, gaman að sjá hvað þú ert alltaf að bralla...

 
At 11:13 PM, Blogger Bryndis Frid said...

hehe takk elskan knús :)

 

Post a Comment

<< Home