Saturday, August 19, 2006

suðurhlutinn jökulsárlón

Fór í dagsferð Suðurlandið og sáum jökulsárlón Stoppuðum á nokkrum stöðum, skoðuðum skógarfoss, seljalandsfoss och margt meira
Stoppuðum stuttu áður og tókum steina svo stoppuðum við við Laufskálavörðu og gerðum okkar eiginn vörðu
 Posted by Picasa

lónið

Fórum á bátinn/ bílinn. Gúmmí báturinn silgdi fyrir framan til að riðja veginn
Afhverju eru alltaf allir "bílstjórar" að naga neglurnar.

 Posted by Picasa

lónið


Guide-inn byrjaði að tala þegar við vorum stopp hálfa leið og síndi okkur bita af jöklinum.
Talaði um að Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndast. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og stórir ísjakar brotna af jökuljaðrinum, sem er á floti í vatni. Lónið er feikidjúpt, a.m.k. 190 m. Áin styttist stöðugt vegna brimrofs og árið 1998 var hún varla meira en 500 m. Yfirborð lónsins hefur lækkað stöðugt, þannig að nú gætir sjávarfalla í því.
Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrrum. Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og selurinn eltir ætið. Víða má sjá æðarfugl syndandi milli jakanna.
 Posted by Picasa

Jökulsárlón, suðurland




 Posted by Picasa

Ásgeir og kærstan hans Sabine ( vona ég sé að skrifa þetta rétt) komu´til landsins um daginn. Axel og ég fórum með þeim á gullfoss og Geysir, stoppuðum auðvitað á Þingvöllum :)
hér eru þau skötuhjúin :) i Góða geðrinu við Þingvallavatn.
Það á víst að vera til mynd af Ásgeir frá því hann var yngri með frönsku í munninum, svo við urðum að taka aðra :)

Þótt að veðrið var ekki svo mega gott, var mórallinn í hópnum svo mega góður að ferðinn varð mjög skemmtileg.
Ásgeir og kærastan fengu svo bílaleigu bíl eftir að hafa verið helgina í Rvk. Þau eiddu svo vikunni í að skoða landið, Fóru hringin og sáu rosalega mikið.
náðum einu djammi áður en þau fóru aftur heim til Hollands. Skoðuðum um fórum á Sólon, glaumbar en enduðum svo á Cúltúr. sem var mjög skemmtilegt.
Það var æðislega gaman að hafa þau hér og vona þeim hafi það funidist það skemmtilegt líka :) Posted by Picasa

Wednesday, August 09, 2006

Ferðir í sumar

hef verið smá að ferðast í sumar. Búin að fara 3 sinnum hin Gullna hring og einu sinni í Þórsmörk. Ferða félaginn í síðast nefnaduferðinni var síminn og tónlsitin sem á honum var en svo var mjög gaman að labba um með Ívari (bílstjórinn) . Keyrðum um á svaka trukki og hristumst inní dalin tókum góðan göngutúr og svo á leiðinni til baka þá löbbuðum við inn að fossi sem kemur niður, hvað á maður er segja "sprunguna" hehe man ekki í augnarblikinu hvað hann heitir. Áætlunin var að blotna ekki í fæturnar, þurftum að vaða yfir á. En það tókst ekki endaði með því að ég gaf skít í það og vaðaði bara í. Stoppuðum svo við Seljalandsfoss og þar labbaði ég undir :), tókum okkur svo pásu á Hvollsvöllum og fengum smá hressingu, hoppaði yfir á tástlunum í 11/11 búðina eða hvaða búð það er sem er þarna og ætlaði að kaupa mér gúmmíbomsur en eins og venjulega þá voru ekki til í mínu númeri. Skórnir voru nefnilega blautir.

Vonast til að getað farið í landmannalaugar og eitthvað meira skemmtilegt, :)  Posted by Picasa