Wednesday, August 09, 2006

Ferðir í sumar

hef verið smá að ferðast í sumar. Búin að fara 3 sinnum hin Gullna hring og einu sinni í Þórsmörk. Ferða félaginn í síðast nefnaduferðinni var síminn og tónlsitin sem á honum var en svo var mjög gaman að labba um með Ívari (bílstjórinn) . Keyrðum um á svaka trukki og hristumst inní dalin tókum góðan göngutúr og svo á leiðinni til baka þá löbbuðum við inn að fossi sem kemur niður, hvað á maður er segja "sprunguna" hehe man ekki í augnarblikinu hvað hann heitir. Áætlunin var að blotna ekki í fæturnar, þurftum að vaða yfir á. En það tókst ekki endaði með því að ég gaf skít í það og vaðaði bara í. Stoppuðum svo við Seljalandsfoss og þar labbaði ég undir :), tókum okkur svo pásu á Hvollsvöllum og fengum smá hressingu, hoppaði yfir á tástlunum í 11/11 búðina eða hvaða búð það er sem er þarna og ætlaði að kaupa mér gúmmíbomsur en eins og venjulega þá voru ekki til í mínu númeri. Skórnir voru nefnilega blautir.

Vonast til að getað farið í landmannalaugar og eitthvað meira skemmtilegt, :)  Posted by Picasa

2 Comments:

At 11:09 PM, Anonymous Anonymous said...

hún heitir Stakkholtsgjá kjáni

 
At 2:49 AM, Anonymous Anonymous said...

heheheh :) hej ég var að hlusta á músík mestan tíma, missti stundum af því sem leiðsögukonan sagði hehe
Binna

 

Post a Comment

<< Home