Saturday, April 30, 2005

það sem eftir er af skólaárinu

Þetta er stundartaflan mínþað sem eftir er af skólaárinu mínu :)
Rautt eru próf sem ég verð að fara í
Bleikt eru próf sem ég þarf kannksi að taka aftur
Blátt eru tímar sem ég é eftir í skólanum "kennslustundir" :)

á þessum tíma þá á ég eftir að gera
* laga eina gagnrýni og gera tvær
* skrifa ritgerð um Larra.
*Þýða nokkra texta :/
* lesa eina bók í viðbót og ryfja upp Eva Luna og ákveða tíma fyrir munnlegt próf.
* læra fyrir prófin
*Posted by Hello

Thursday, April 28, 2005

heheh

nýjustu ransóknir í tímaritinu "líf Bryndísar" gefa í skin að Bryndís Steina sé í raun óhæf í að gefa frá sér merkilegt slúður.

Tilraunir hennar við að reyna þessa fornu list " slúðra" er henni víst ekki í blóði borin :)
hefur hún þar af leiðandi ákveðið að legga þenna ónýtanlegan eiginleika til hliðar. eins og stendur þá hefur hún lagt slúðrinu sínu niður.
Þvert á móti er hún opin fyrir kennslu í þessari flóknu list " slúðra" og vonast til að einn góðan veður dag verði hún orðin nógu góð til að þora að fara með það til hverns sem vill hlusta :)

Wednesday, April 27, 2005

hehe slúður ha?

já slúður um að Brad pitt og Kynbomban eina sanna Angelina Jolie eru í raun að viðhalda einhverju sambandi heheh myndir af þeim á einhverri strönd í Afríku sínir þau vera í góðu skapi saman heheh
Elton John er að fara að gifta sig
Ben Affleck er alltaf að byðja kærusturnar sínar að giftast sér nú er það Alias leikona Jennifer Garner sem er búin að segja Já er hann ekkert að fara rólega í hlutina ??? lærði hann ekkert af Jenifer Lopez? og ég sé ekki hvað er svona djöfulli heillandi við hann?

jhehehhe ég kann ekki að slúðra......

Monday, April 25, 2005

helgin búinn *snob*snob*

jæja þá er helgin búinn og ég aftur kominn í skólann blööööö.
það var party hér um helgina Villi sæti var að halda upp á afmælið sitt sem er í dag en það var samt haldið upp á það fyrir frammmmmmmm:)

partýið var mjög skemmtilegt, fólkið kom tiltörulega snemma svo að það voru allir ornir nokkuð vel fullir um tólf leitið :)

í gær áttu að vera læri þrif dagur en breittist í þrif horfa á sjónvarpið leti dagur. sem í minni bók er aldrei greint sem slæmur dagur því ekki var ég lengi að taka til og þá er eins og auðvelt er hægt að reikna út mikill laus tími til að slenast í sófanum og horfa á ónothæft sjónvarpsefni :).

ég hef líka verið svo drullu þreytt þessa daga eins og ég sé uppgefinn eftir hvað vei tég ekki heheh. hef byrjað á því að fá mér kaffbolla af og til og mér til mikillar mæðu er mér farið að lýka við bragðið.
og er þetta mjög góður hlutur til að vekja mig :/ fyrir svona viku langaði mig í kaff,i þá leiði mér ekki vel, alls ekki að mig sé farið að langa í kaffi óoooo neieneieneine

jæja nýustu skoðanna kannanir sína að fólki lesi fremur bloggsíður ef bloggið er um eitthvað sem þeim langar að lesa um ..... þá er spurningin lögð fram góðir lesendur hvað viljið þið lesa um ?
:)

Wednesday, April 20, 2005

hvað er klukkan

mér finnst svo töff að þessi síða sé enn "virk" eða í gangi :)
Klukka

Veðrirð

Skrítið að þegar við vöknuðum í morgun þá var allt þakið hvítum snjó og svo seinni partinn í dag þegar ég labbaði heim úr skólanum var snjórinn farinn og fólk farið að sóla sig út á svölum.

ég er að vinna heima vinnu mína er samt líður mér eins og ég sé svo mikill letingi heheheh.
þetta kemur allt á endanum.

já plan sumarsins.----
ég er búin að ákveða að fara heim í sumar og taka spænsku tíma þar í staðinn fyrir að leita til annara landa svo ég fái smá viðmiðun við íslenksa málfræði. tel það miklu vitrara að hafa það besta af báðum heimum Kennara sem er spænskur en kann íslensku :)

svo þið sem eruð búin að vera að gráta það að ég kæmi ekki heim til ykkar í sumar getið glast yfir því að ég verð líklega jun-jul og ágúst heima :)

hehhe Bannað að kommenta að þið viljið ekki fá mig heim!!!

.....

Tuesday, April 19, 2005

ekki vissi ég að þetta væri leifilegt

sá í dag myndbandið you are the one the number 1 hvað sem það heitir eurovision lag 2005 á Z-tv. þetta var ekki kynning á keppninni eða neitt svoleiðs. ekki einu sinni sagt að þetta væri í keppninni bara sagt Helga eða hvað sem hún heitir eins þetta væri ný söng-kona.
vissi ekki að þetta væri leifielgt að sýna lögina svona fyrir keppnina .

eða er ég bara ekki uppdaituð á nýsustu reglum?

Monday, April 18, 2005

æfing dagsins:)

...púff og úff þá er æfing dagsins búinn. reyna að halda sér í formi og gera þetta oftar :) gaman samt þegar það er fólk með í að hreifa sig :)

hvað á maður að æfa sig oft í viku?
og hvað er ráðlegt að borða :)

....

misheppnaða hristi myndin mín hehehe

http://salud68.blogspot.com/

Sunday, April 17, 2005

komin aftur

það er gott að vera komin aftur með bloggið sitt :)
gott að geta komið hlutum frá sér hehehe.

til að uppfæra það sem hefur verið að gerast meðan ég var ekki tengd hehehe.

ég er búin að leggja nokkur kíló á mig en er að vinna í því að ná þeim aftur af. ef það tekst ekki áður en ég fer heim í sumar er ég full viss um að ég ná því af mér í sumar heheheh ( ein bjartsýn)

ég er búin að ná hlutum II og III í mínu "never ending" prófi og er þá bara sænski hluturinn eftir.
hélt að ég mætti ekki taka prófin út af því ég er ekki skráð í b-kúrsin en svo kemur í ljós að ég á ekki að vera að hlusta á slúðrið hjá bekkjarsystrum mínum þegar ég hef þegar gert minn einn samning við násráðgjafan. svo ég fór í próf í gær (laugardag) sem ég fékk að vita daginn áður að ég mætti fara í. veit ekki hvernig það gékk en þessi kennari er líka að vera mjög þekkt fyrir það að vera með óréttlátar yfirferðir á prófum gefur einhverjum stig og örðum ekki þótt þeir hafi svarað alveg eins... bla bla. fyndið ég hef aldrei fundið það jafn mikið í tíma að kennarinn er búin að ákveða hverjum honum líki við og hverjum ekki.

Stelpu kvöldið var æðilegt. húsið hjá önnu og jóa er æðilega flott og voru kræsingarnar í boði ekki á verri kantinum var alveg að spirnga var búin að borða svo mikið :)

stelpur við verðum að fara að hittast reglulega.

jæja, allt var þetta í bili :) hehehe
seinna.

Saturday, April 16, 2005

blogg

get bloggað á ný.....
þá erum við í vondum málum !!!!
hvað að gera ??
halda þessari eða ekki?

Sunday, April 10, 2005

skrítið

okay þetta er með því skrítnasta sem ég hef upplifað á æfi minni!!!
er ekki búin að geta bloggað í um það bil viku vegna þess að talvan mín vill ekki leifa mér að fara inn á blogspot.com en núna segir stína mér að hennar er allt í lagi svo ég prufa að fara í tölvuna hans villa og viti menn þá kemur siðan upp og opnar meira að segja mína persónulegu síðu.... MEGA SKR'ITIÐ

en annars þá var ég að fá mér nýjustu útgáfun af msn og þá kemur í ljós að þeir eru að bjóða mér mína eign heimasíðu hheheheh. hvað eiga bænfur þá að gera.. halda áfram með rugið sem hefur verið í gagni síðustu daga eða fara að nota --> http://space.msn.com/member/salud68/
hvað fynnst ykkur.
pesónulega þá fynnst mér þessi vera svona ... flottari ef svo að orði má koma en ....

Binna

Thursday, April 07, 2005

og núna er rigning

jebb sólinn farinn í bili en ég segi eins og Elsa það er allaveg ekki snjór * mhuhahahah* hehe :)
ég er alveg að flippa á heimasíðunni minni með linkana hehe orðabækur og allkonar dót er þetta of mikið?
þægilegt samt að hafa síðuna sem upphafs síðu og ekki þurf að fara neitt annað hehe:)

ég hata tilvísunarförnöfn og einnig viðtengingar- og framsöguhátt. "#$(%/"=#%/#$/&
hver er munurinn á settum tilvísunar-fornöfnum :
* que --> um persónur, óbeygjanlegt--> sá sem, sem --> fylgir oft forstningum de, en, a, con

* quien -es --> um persónur, --> sá sem. --> fylgir oft forstningum de, en, a, con

* el
la -->que -->til að setja áherslur á kyn --> um persónur og hluti--> sá sem, sem
los fylgir oft forstningum con, por, desde, para.
las

*el
la --> cual
--> perónur og hlutir--> forsetningar sem eru lengri en eitt atvkæði fá þetta.
los desde, entre, sobre en taka líka með por, de, en , con,para, --> sá sem, sem
las --> caules

*lo que
--> hugtak, getur staðið sjálfstætt í setningu --> sá sem, sem
lo cual

*cuyo -a-os-as --> táknar eignarhald, hugtak--> breytir kyni og tölu --> forsetningar de
-->hvers, þess
*donde --> þar sem

*cuanto -s --> magn, svo-hversu- mikið

*cuando --> þegar

*como --> hvernig, eins og


ble ógeðslegt!!!!!!!

Sunday, April 03, 2005

sól

sit núna út á svölum og er að lesa., æðislegt veður úti getur þetta verið betra??
held ekki :)

salsa á kåren

jíha
þetta var skemmtilegt :)
það kom hljómsveit á kåren sem heitir ... man ekki "la.. " eitthvað.

Stebbi var fremur fullur en sá kann að dansa bara aðeins að slappa af í baksveiflunum :) ég er ekki nógu góður dansari fyrir þær :)

eitthvað við músikina sem gerir alla brjálað...

jæja ég nenni ekki að læra en verð víst að gera það hehehe
við heyrusmt seinna
B

Saturday, April 02, 2005

það er bara ekkert í gagni hjá mér þessa daga.
ætlaði að læra í gær en eiddi megninu af deginu að fletta og skoða síður og netinu sem koma mér að engu gagni!!
í dag ætlaði ég að vera SVAKA dugleg og fara niðrí skóla og sína þvílíkan styrk og þolinmæði og dugnað en nei viti menn komu ekki bekkjarsytur mínar eftir svona 15 mínotur og settust hjá mér í þeim skilinig að þær ætluðu að læra en nei !!!
það endaði í alveg þvílíkt löngu spjalli!!

kom heim og þá var bara verið að grilla í garðinum rændi pulsu frá Jónu en henni var alveg sama sagði hún eheheheh :)
svo fór fólkið í KUBB eða hvernig sem það er skifað og ég ákvað að vera eftir því ég var með samviksubit yfir ´því að hafa ekki lært nógu mikið ( ekki neitt) í dag.
en ekki varð mikið úr því heldur... villi kom bráðlega og sagði að þau væru að fara á kaffi hús og þið þekkið mig hvaða tækifæri sem ég fæ til að fá heitt súkkulaði, köku eða annað góðgæti því sleppi ég ekki.
svo ég fór auðvitað með :)

komum heim og strákarnir eru í hinum yndislega COD leik = Binna ein frammi og gerir ekki neitt hehehe gæti lært hef bara ekki orku í það JAG ORKAR INTE heheheh

myndi þyggja góð ráð til að auka einbeitningu og ..lesa hraðar...læra betur... ekki vera svona þreytt.. ekki vera svona löt.... og kannksi líka ef einhver þarna úti er með gott grenningarprógram hehehe
væri ég mjög þakklát.

Vá ég sem hélt ég ætlaði bara að skirfa "það er bara ekkert í gagni hjá mér þessa daga." endaði með að skirfa fullt og vá sé líka að ég er bara búin að gera fullt.
hvað er ég að kvarta ( smá slap á höndina ) :)

seinna B