Saturday, May 27, 2006

Fréttir

.. það sem er í gagni þessa dagana er: ÉG er búin að vera að skrifa ritgerð fyrir b-kúrs og algjörlega sokkin í það. átti svo að hitta á kennaran minn á miðvikudgainn og fá komment frá henni en hún var upptekin. Kom þá á fimmtudaginn til hennar og fékk að vita hvað ég átti að laga- átti svo að skila ritgerðinni til baka um kvöldið hún myndi þá fara yfir og ég myndi fá aftur til baka um morgunin. Kennarinn minn horfir ekki raunveruleika augum á tíman sem nátturun gefur henni, það eru ekki 50kl í sólarhringnum. Afhverju eru kennarar svona ótölvuvæddi, hún er búin að vinn aþarna sem kennari í 1 og hálft ár og getur ekki drullast til að senda "já ég er búin að fá þetta" eða " nei ég er ekki búin að fara yfir þetta". ég sendi henni 4 e-mail í gær alveg að farastúr stressi um að hún væri kannksi ekki búin að fá þetta frá mér. F'or niðrí skóla um 4 og þá segir hún mér að hún sé ekki búin að kíkja á þetta (munið sem hún ætlaði að kíkja á í gær og láta mig vita um morgunin) en segir mér að hringja í sig um hálf átta.

Geri það og þá segir hún að hún sé akkúrat að ýta á knappinn til að ná í ritgerðina mína og mun hún taka han heim yfir helgina og fara yfir, þannig að á mánudaginn á ég að leggjast aftur í að laga hana. Sem er bara allt í lagi því þá get ég djammað með hreinni samvisku um helgina, versta er að núna eru allir að vinna á fullu til að klára sitt drasl, no party.
Annyho, mér sýnist þetta bara vera going acording to plan og ég munverja þessa ritgerð 2 júní, Nim kemur til skövde þá líka og um kvöldið verður FESTAÐ og laugardaginn líka.
Sunnudagurinn fer í ferðalag heim og snemma að sofa eftir að hafa verið frammi í eldhúsi að rabba við mömmu í svona 2 tíma um kvöldið heheheh....

Tuesday, May 23, 2006

 Posted by Picasa

Villi,

Villi sæti. er komin með nýja blogg heimasíðu.
www.villaheimur.blogspot.com Posted by Picasa

Monday, May 22, 2006

mér finnst rigningin góð!!!

hehe var niðrí skóla að tala við kennaran minn út af þesari blessuðu ritgerð, þetta lýtur ekkert sérstaklega bjart út en.. viljin ef fyrir hendi. þessi ritgerð verður allavega búin áðru en ég fer heim, hvort ég verð búin að verja hana eða ekki veit ég ekki.

Koffffffín, hélt mér vakandi í alla nótt, þurfti að skila henni í morgun og ég var í alla nótt að vinna!!! sofnaði loksins um 11, búin að sofa í um 2 tíma held ég, ruglum bull.

já eins og ég var að segja, þá var ég að labba heim og þessi æðislega rigning ringdi nuður á mig en ég var sniðug og tók með mér bleiku regnhlífina mína hahahah. en vonda var að ég var í flottu, hlýju og þægilegu ullarsokkunum sem mamma hans Villa prjónaði handa mér og í opnum hæl skóm sem er ekki sniðugt, því sokkarnir urðu blautir :( gat ekki haft það.

Minntist þess þegar ég og Íris vorum ný búnar að kinnast og löbbuðum frá sveitabænum inni í bæinn og fórum að hoppa í pollana, svo ég, fór úr skónum og tók af mér flottu.... sokkana og labaði á tástlunum þann litla bita sem eftir var heimáleið heheheh

Það var yndislegt!!!!

Sunday, May 21, 2006

ég hlakka svo til!!!!

Jibbý það er að koma sumar!!!!, djamm útivera og asnalegheit hehehhe.

Þótt að veðrir sé kannski ekki eins heitt og hér myndi ég ekki segja að það væri ekki eins gott :)

Sjáumst öll hress og kát í sumar.
flug heim eftir 2 vikur !!!! Posted by Picasa

Friday, May 19, 2006

þá er eurovision búið

hehehe, veit að það er föstudagur og keppnin er á morgun en ég nenni bara ekki að horfa á þetta ef Ísland er ekki að keppa, saknaði þess ekkert í fyrra held ég eigi ekki eftir að sakna þess núna.

Leiðinlegt að það var púað á the Icelandic star, en hún var nú kannksi búin að grafa sína eigin gröf hvað það varðar.
Leiðinlegt hvað hún hljómaði ekki nógu vel, en það er oftast með þessar keppnir þá kemur ekki nógu góður hljómur í gegnum boxið, er það vegna þess að við erum svo lang í burtu? heheheheheh.
Nei útsendignin er alltaf eitthvað leiðinleg, það heyrðist of mikið í bakrödddunum, hún pípti of mikið fyrir minn smekk og hljómaði eins og hún væri annað hvort slöpp eða mjög stressuð, gæti verið bæði.
Ég er samt ekkert ósátt við hana, við Íslendingar vissum alveg hvað við vorum að senda í þessa keppni og ég var hvort eð er svo pirruð eftir keppnina í fyrra að mér fannst þetta djók bara vera findið.
Erum við nokkuð að fara að komast upp úr þessum flokki, við eigum enga mega góða "nágranna-vini" og ekki trúi ég því að við séum að setja neitt rosalegan pening í sparibaukinn eins og kannksi stærstu löndin eru að gera (og gefa keppninni.).

Veit ekki en ég þarf að læra mega mikið um helgina svo að ég er nokkuð feginn að það er ekkert sem dregur mig að sjónvarpinu. nú er það bara loka spretturinn ég kem heim eftir 16 daga!!!! farið að undirbúa ykkur hehhehe.

Luv

Tuesday, May 16, 2006

Gautborg


ÉG fór í gær til Gautaborg á starfsmanna fund því ég er búin að ráða mig hjá sænsku ferðarfyrir tæki í sumar ( http://www.heklatravel.se/index.php?indhold=side&id=158 ) held ég sé búin að tala um þetta áður. Allavega þá var fundurinn til að fá nokkra hluti á hreint um flug heim , vinnu tíma , laun og svoleiðis.
Eftir fundinn Hitti ég á hina fögru Önnu, konun hans Guðjóns frænda hans Villa. Þetta er hún á myndinni með sjóræningjanum Markús heheh( þetta var sjóræningja skipið hans :) ) náði ekki Góðri mynd af Erik en hann var sofandi í vagninum sínum við hliðin á mér.
Við röltum upp í Háskóla bókasafnið og vá hvað ég hefði verið til í að læra í Gautaborg, held það hefði verið allt önnur upplifum og hefði líka verið gaman að geta hitt Önnu reglulega þvú hún er svo æðisleg og gaman að tala við hana.
Ritgerðin sem ég átti að kíkja á (kennarinn minn hér mældi með því, var ritgerð Handledarans míns í c-ritgerðinni og hann hefur lítið sem ekkert látið heyra í sér síðan í janúar og viti menn hitti ég ekki á hann, og skammaði hann fyrir að hunsa mig svona en hann kendi auðvitað öðrum gaur um sem kennir honum um, gott að geta bent á hvorn anna og ekki gert nokkurn skapaðan hlut.

sjáum nú til hvort það verði eitthvað úr þessum nýju lorforðum hans. (ein pirruð hehe) Posted by Picasa

macc-abú.


oj og aftur oj hehehhe. á sunnudaginn fóru Stebbi, Elli, Ari og Axel og Keyptu hver; 2 Ostborgara, Stóran skammt af frönskum á maccanum og Margarítu pizzu með einu eggi og kebab-sósu til hliðar hjá Abú og bjuggu sér til MacAbú.
Þeim fannst þetta mega gott en persónulega var þetta svoldið mikil FITA fyrir minn smekk hehehhe.
ÉG held að myndirnar segi allt sem segja þarf
 Posted by Picasa

ti í sólinni að chilla


Svona út af því að það er áræðanlega að fara að rigna hér bráðum, langar mig að minnast góðu´sólar daganna sem voru hér. eiddi svona 5 dögum út á svölum og svo um daginn fórum við hópurinn niðrí skóla og vorum þar á grasinu að chilla og hafa það skemmtilegt!

Einhver fór að tala um brändboll og ég hélt hélt auðvitað að það væri verið að tala um brennibolta en eni, þeirra brändboll er einhvers konar mini-hafnarbolti. En mín fór samt heim og nældi sér í eitt stikki brennibolta og kenndi svíunum að spila :) Posted by Picasa

 Posted by Picasa

Friday, May 12, 2006

já....

þannig er málið með vexti hehehehe nei nei byrjum aftur hér.
éG er alveg að missa mig hér, er orðin svo þreytt á þessari bók og þessum rithöfundi sem getur gert heilan kafla um EKKERT, ég er ekki að djóka með þetta.

Hún lýsir degi í lífi César Miranda og hann gerir akkurat ekki neitt, vaknar seint, situr á klósetinu í klukkutíma að lesa gamalt tímarit, steikir egg og fer að horfa á sjónvarpið. Allan daginn er hann að horfa á sjónvarpið og segja við sjálfan sig" já núna fer ég að gera eitthvað" en ekkert gerist.
Málið er líka að ég er búin að lesa bókina og er að lesa hana aftur til að greina ble!!!

ÉG tók sjónvarpið (a.k.a. verkfæri djöfulsins) úr sambandi svo það gæti engan vegin lokkað mig inn í hin heillandi heim letinnar. Tel mig mjög sterka, ég stóðst reyndar ekki að hafa það ekki tengt rafmagnsinnstungunni (þeir tveir, klóin o stungan eru nú kærustupar, ég get ekki verið það vond að aðskilja þau of lengi) því það var svo hljótt þegar ég ætlaði að elda mér kvöldmatinn svo ég setti á einn Scrubs (Ari ég elska Unsorted folderinn þinn). Það sem gerir mig sterka er að ég horfði bara á þennan eina þátt og fór svo aftur að læra, gat reyndar ekki setið legni og svona klukkutíma seinna neddist ég til að hreifa mig þannig að ég fór út að skokka.

Hefði verið ennþá sterkari ef ég hefði slögt á msn, en gott fólk svo sterk er ég bara ekki.
Ég bara verð að vera tengd þar ( já já hættið að hlæja)

Núna er ég ein hér í skaufabæ, Villi kallinn flaug heim í gær, það er svosem allt í goddy þá get ég lært allan daginn (*hóst*). :)

Sjónvarpið en enn tengt en ekki kveikt, Bókin mín virðist vera endalaus, veðrið er ÆÐI og ég er með mega góðar svalir sól frá um11 til lokunar hehehe, og þetta verður allt í bili.

sjáumst hress og sólbrúnari (mínu tilfelli m/ meiri freknur) 4. júní. því þá kem ég heim.

Saturday, May 06, 2006

vatnsberi

Vatnsberinn

Árstími Vatnsberans er miðja vetrarins. Dagarnir lengjast en enn er langt í vorið og sumarið. Ákveðin biðstaða ríkir í náttúrunni. Segja má að froststillur vetrarins, þeir dagar í janúar og febrúar þegar veður er kalt en algert logn ríkir og sjá má langt og víða, lýsi eðli Vatnsberans. Hann er iðulega svalur, heiðríkur og yfirvegaður eins og lygn og fallegur vetrardagur.


Yfirvegun

Hinn dæmigerði Vatnsberi er yfirleitt rólegur, vingjarnlegur og þægilegur í framkomu. Hann er yfirvegaður og viðræðugóður en hleypir fólki samt sem áður ekki of nálægt sér. Hann er oft á tíðum heldur dularfullur eða a.m.k. fjarlægur. Að minnsta kosti finnst öðrum oft erfitt að átta sig á honum. Ein ástæða fyrir þessu er sú að hann er frekar ópersónulegur og lítið fyrir að ræða um sjálfan sig og bera tilfinningar sínar á torg.


Hugsun og skynsemi

Vatnsberinn er hugmyndamerki og vill láta hugsun og skynsemi stjórna gerðum sínum og tilfinningum. Hann hefur þann hæfileika að geta verið hlutlaus, jafnvel þegar um erfið mál er að ræða. Svo virðist sem hann fari þá 'útfyrir' sjálfan sig eða geti horft ópersónulegum augum á það sem er að gerast. Vatnsberinn er rökfastur og hefur því hæfileika og getu til að taka skynsamlega afstöðu til mála. Hann hefur einnig orð á sér fyrir að hafa skýra og yfirvegaða hugsun.


Stöðugleiki

Vatnsberinn er eitt af stöðugu merkjunum. Hann er því fastur fyrir og á til að vera þrjóskur og stífur. Hann heldur fast í hugmyndir sínar og hefur sérstök viðhorf til lífsins. Hann á einnig til að vera frekur og stjórnsamur, en fer oft fínt með þann eiginleika. Kannski má frekar segja að stjórnsemi hans varði fyrst og fremst hann sjálfan og birtist í því að honum er illa við afskiptasemi annarra. Hann vill því ekki endilega stjórna öðru fólki, því slíku fylgir iðulega ábyrgð og persónulegt ófrelsi.


Félagslyndi

Vatnsberinn er félagslyndur og þarf á fólki að halda, en félagslyndi hans birtist oft þannig að hann vill hafa margt fólk í kringum sig en samt sem áður ekki vera bundinn ákveðnum einstaklingum.


Á undan samtímanum

Það er einkennandi fyrir Vatnsbera að leitast eftir því að skapa sér sérstöðu. Það hver sérstaðan er er mismunandi frá einum Vatnsbera til annars. Sumir leggja áherslu á sérstakan klæðaburð og stíl (og eru alltaf einu skrefi á undan tískunni). Aðrir hafa ákveðnar og stundum óvenjulegar hugmyndir sem valda því að þeir skera sig úr fjöldanum. Hver sem aðferðin er nákvæmlega þá er Vatnsberinn oft uppfinningasamur og frumlegur.


Pælingar

Til að viðhalda lífsorku sinni og endurnýja hana þarf Vatnsberinn að hafa fólk í kringum sig og hafa úr nógu að moða hvað varðar hugmyndir og pælingar. Hann verður daufur og orkulítill ef hann er í félagslegri einangrun og hefur fátt til að örva hugann. Hann þarf að hafa ákveðna yfirsýn yfir lífið og tilveruna og ef sjóndeildarhringurinn er of þröngur þrífst hann illa.


Frelsi

Að lokum má geta þess að sterk frelsisþörf er eitt helsta einkenni Vatnsberans. Það hvernig hann sækir frelsi sitt er mismunandi frá einum til annars, en oftast notar hann sambland af hlutleysi, yfirvegun og því að leitast við að vera óháður öðrum. Vatnsberi sem vinnur á stórum vinnustað, svo dæmi sé tekið, leggur oft áherslu á að vera hlutlaus gagnvart vinnufélögum sínum og þá sérstaklega þeim sem eru ráðríkir og tilætlunarsamir. Hann kemur yfirleitt fram af yfirvegun. Hlutleysi og yfirvegun gera það að verkum að hann stuðar aðra ekki, sem fyrir vikið 'hafa ekkert á hann'. Hann heldur því frelsi sínu. Og með því að vera óháður, þ.e.a.s. að taka ekki afstöðu með einni klíku gegn annarri, þá gerist það sama. Hann er frjáls að umgangast hvern sem er og halda þeirri yfirsýn sem hann vill halda. Sumir Vatnsberar auglýsa sérstöðu sína, en yfirvegun og hlutleysi annarra er þess eðlis að fólk tekur ekki eftir því hversu sjálfstæðir og sérstakir þeir eru í raun. Þar fyrir utan er sérstaða Vatnsberans oft fólgin í hugsun hans og hugmyndaheimi, frekar en athöfnum, enda Vatnsberinn pælari og hugsuður.

Þegar talað er um 'Vatnsberann' og 'Vatnsbera', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Vatnsberamerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.

Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.

Wednesday, May 03, 2006

urban cruise

þá er urban cruise helgin búin.
Þetta var mega gaman, fleirri myndir sjáanlegar í myndaalbúminu. Posted by Picasa