Friday, May 19, 2006

þá er eurovision búið

hehehe, veit að það er föstudagur og keppnin er á morgun en ég nenni bara ekki að horfa á þetta ef Ísland er ekki að keppa, saknaði þess ekkert í fyrra held ég eigi ekki eftir að sakna þess núna.

Leiðinlegt að það var púað á the Icelandic star, en hún var nú kannksi búin að grafa sína eigin gröf hvað það varðar.
Leiðinlegt hvað hún hljómaði ekki nógu vel, en það er oftast með þessar keppnir þá kemur ekki nógu góður hljómur í gegnum boxið, er það vegna þess að við erum svo lang í burtu? heheheheheh.
Nei útsendignin er alltaf eitthvað leiðinleg, það heyrðist of mikið í bakrödddunum, hún pípti of mikið fyrir minn smekk og hljómaði eins og hún væri annað hvort slöpp eða mjög stressuð, gæti verið bæði.
Ég er samt ekkert ósátt við hana, við Íslendingar vissum alveg hvað við vorum að senda í þessa keppni og ég var hvort eð er svo pirruð eftir keppnina í fyrra að mér fannst þetta djók bara vera findið.
Erum við nokkuð að fara að komast upp úr þessum flokki, við eigum enga mega góða "nágranna-vini" og ekki trúi ég því að við séum að setja neitt rosalegan pening í sparibaukinn eins og kannksi stærstu löndin eru að gera (og gefa keppninni.).

Veit ekki en ég þarf að læra mega mikið um helgina svo að ég er nokkuð feginn að það er ekkert sem dregur mig að sjónvarpinu. nú er það bara loka spretturinn ég kem heim eftir 16 daga!!!! farið að undirbúa ykkur hehhehe.

Luv

0 Comments:

Post a Comment

<< Home