Saturday, February 24, 2007

Forsiða?


ekki buið að photoshopa!!





framhald :)





Thursday, February 22, 2007





Sunday, February 18, 2007

er vorið komið'?

Sit við gluggan minn núna, með hann galopin og sólin er rétt frain fyrir hornið, keypti mér ost og mjólk í lítilli búð sem er hér rétt hjá ehehe eina búðina opin á sunnudegi hér í hverfinu, áræðanlega dýrari en hvað gerir maður þegar maður vaknar svangur og langar í brauð með osti og smjöri með Nesquik mjólk.

Fimmtudaginn átti ég afmæli og takk til allra sem sendu mér kveðju á þessu bloggi og myspace-inu , hringdu og sendu sms eða bara hugsuðu til mín hehe. um kvöldið fór ég með nokrum vinum út að borða og svo eftir það fórum við að dansa og kvöldið var alveg hreint æðiselgt!!! dansaði í nokkra tíma.

Föstudagskvöldið kom ég seint heim og spjallaði við fullt af fólki á msn, skype og síma. meira hvað maður er vinsæll þegar maður er ekki á netinu í einn dag hehehe

Laugardagurinn var mjög góður, sænskur vinur minn bauð mér út í hádegismat og svo eftir það löbbuðum við um hverfið og tókum nokkrar myndir. á leiðinni heim labbaði ég framhjá blómabúð sem var með sápukúluvel úti rosalega flott að sjá það og litlu krakkarnir voru alveg að missa sig í gamnaniu, keypti blóm þar, það er svoldið sérstakt er eins og bómullar blóm sjáið myndina hér undir grænu flipp blómamyndinni hehehe

um kvöldið kom Andrea Vinkona mín við hjá mér, við fengum okkur smá Tópas staup og svo fórum við í Partý til vinar okkar sem býr hér rétt við. Biggi íslenskur strákur sem er að læra kvikmyndagerð var líka með partý svo við kíktum til hans eftir að hafa verið í fyrsta partýinu í einhvern tíma. Var reyndar boðið í 3 partýið til að fagna kínverska nýárinu en það er ekki hægt að láta sjá sig allstaðar.

eftir seinna partýið fórum við á skemmtistað sem ég held örugglega að heiti Maddam eða eitthvað álíka en um 7:30 var ég orðin smá þreytt og ákvað að fara heim á leið :)

Í dag eins og ég sagði er mjög gott veður og ég held ég fari að taka nokkrar myndir og loka glugganum því núna skýn sólin ekki lengur inn þá er orðið smá chillí :)

en læt heyra ímér seinna, veirð jákvæð við heiminn og heimurinn mun vera jákvæður við ykkru tilbaka

Wednesday, February 14, 2007

hhhmmm

Kannksi komin tími til að skrifa eitthvað á þetta blessaða blogg.
Nokkrir hlutir "hvað er með Frakka og..."

1) krydd: eitthvað finnst mér vera skrítið með hvað frakkar eru ekki með heilu hillusamstæðurnar af kryddi hér í matvörubúðum. Kannksi maður þurfi að fara í spes KryddBúð til að geta keypt eitthvað gott krydd fyrir matinn, held að frakkar séu mest í salt og pipar samt heheh.

2) að segja "afsakaið" eins og til að segja færðu þig þegar þau gæti vel farið í kringum mig. Ég stend á mínum stað svo kemur einhver labbandi og á ÉG þá að færa mig..... bara spyr??

3) byrja troða sér að hurðinni áður en metróinn er stopp og jafnvel farinn að kvaka sitt "afsakið" (þýðing "færðu þig auli") áður en það er smuga á því að fólk gæti fært sig hænuskref vegna þess að "sérðu ekki að vagninn er stappaður"

Nei nei þetta er svo sem allt í lagi. gott að littli kaupmaðurinn á horninu er ekki að deyja allstaðar í heiminum, en mér finnst samt nokkuð þægilegt að geta keypt allt á einum stað heheheh i alvörunni fólk búðin mín hérna niðri selur ekki sprittkerti og það er ekki öruggt að þeir eigi stærðina af ljósaperu sem mig gæti vanntað.

----------------

um Daginn þá stíflaðist vaskurinn minn. Eini vaskurinn minn því ég er ekki með baðHERBERGI áhersla á orðið herbergi því sjálft salernið er staðsett frammi á gangi sem er alls ekki svo slæmt er sviðuð vegalegd og maður myndi fara frá svefnherberginu sínu að klóstinu í meðal stóru húsi heima. eina sem fríkar fólk út er að maður þarf að "opna" íbuðarhurðina og stífa fram hehehe. en sturtan er inní íbúð mjög smekklega staðsett. en já vaskurinn helvítið stíflaðist og mín eiddi alveg heillöngum tíma í að þrífa skítinn sem var í í rörunum sem ég næ til, til að komast að því að nei stíflan var LENGRA UPP. Allt prófar maður einhverndaginn. ég semsagt keypti efni sem heitir Desktop og er einhver vibbi sem er svo sterkur að hann eyðir öllum stíflum. maður á að hella þessum vökva í vaskinn og láta bíða. en PASSA sig að efnið komsit ekki í snertingu við skinn, augu eða neitt mikilvægt á líkama þínum. helti þessu ofan í og til að vera ekki í hættu á að anda að mér eitur efnum fór ég í skólan og leyfði þessum vibba að vinna á rörinu allan daginn. Líst ekkert á það að hella svona efnablönduviðbjóði út í nátturuna.

--------------

Í gær komu make-up fólk og model í skólan og vorum við að taka fegurðarmyndir af þeim það var mjög gaman. stelpan var mjög ánægð með mig og endaði í að vilja 19 myndir sem er mjög mikið.

----------
Þriðjudaginn átti Sonja elskan mín afmæli og á morgun á ég afmæli svo það er mikið um að vera svo er Kínverkst nýár á morgun líka held ég ....

Wednesday, February 07, 2007