Tuesday, April 25, 2006

Góð helgi.

föstudaginn fór ég með Elsu að skipta símanum hennar og dútla smá.
Fór svo heim til hennar og klippti hárið hennar, var mjög sátt við að hún var ánægð.
Fór frá henni til að hitta strákana depå, á "tortilla" hlaðborð. Sátum þar, átum, drukkum og vorum að skemmta okkur þar til klukkan sló 9 og hlaðborðið var tekið af barborðinu, hehe já depå er skemmtistaður og þetta var þarna því að sportbarinn sem er á efri hæðinni var lokaður vegna lagfæringar.
Málið með depå er að það var 40+ þema frá klukkan 9 þessvegna átti að reka okkur út en barinn tengist við bogrens og við fengum frí miða þangað inn en tveir gallar, vorum ný búin kaupa svona 20 bjóra og bogrens opnaði ekki fyrr en kl 10.
Vorum eins lengi og við gátum verið og færðum okkur svo yfir á pimms.
fórum svo heim til Gunna og vorum þar þangað til að hæfinlegur fara niðrí bæ djamm tími var komin. Bogrens var ágætt, á heimleiðinni tók Ari mjög stóra M regnhlíf hhehhe með sér hei úr bænum og Danni fór að klifra upp allt sem var hærra en tveir metrar hehehhe (heimild: mynd).

Laugardaginn, fór ég með Elsu upp í búð og svo heim til hennar,, fékk að borða og gerði mig til hjá henni.
Eins og sönnum íslendingum sæma þá byrjaði partyið kl 8 og fólkið kom um 10:15, Fórum svo á kåren og eftirpartý hjá Ara.
Partýið var hjá Elsu en það var einnig verið að halda upp á afmælið hans Villa.

Sunnudagurinn fór í .....hhhmmmm man það ekki núna.

Mánudaginn fórum við út að borða á Wallemans og spiluðum smá trivial eftir á.
í morgun vöknuðum við snemma og gáfum Villa Hello motohehe motorola síma frá Mér, Danna og sænsku vinum hans hér og svo fartölvubakpoka frá mömmu, pabba og axel.

Danni fór með lestinnium 10 og villi kom aftur og við kúrðum upp í rúmmi :) í dag .


Posted by Picasa

Tuesday, April 18, 2006

TIFF eða JPG

Fyrir ykkur sem búið í skaufabæ (a.k.a Skövde) þá mæli ég ekki með að þið farið og látið framkalla fyrir ykkur niðrí bæ!!!!Sko ég fór í þessa ljósmyndunar-vöru-framköllunar búð áður en ég fór til Ítaliu og bað um að þeir framkölluðu 18 myndir fyrir mig í 20*30 stærð og spurði hvort það væri nokkuð vandamal að nokkrar myndirnar væru í TIFF-file " ekkert mæal segir gaurinn" kem ég dag of ætla að ná í myndirnar og þá er gulur postit á umslaginu og á því stendur gat bara framkallað 11 myndir því hinar voru í TIFF formati, tek bara JPG.
Kelsan sem er að afgreiða mig segir, ef þú ferð heim og breitir þeim bara yfir í JPG þá getur þú komið aftur til okkar og við framköllum þær fyrir þig.

svo voru 2 af þeim sem voru framkallaðar LJ'OTAR og allt öðruvísi en þær eiga að vera!!!

en hvað er málið með að þessi búð sem sérhæfir sig í að framkalla geti ekki framkallað TIFF og hvað er málið, þessir gaurar voru með myndina á tölvutæku formi- afhverju og nú spyr ég aftur AFHVERJU, gátur þeir ekki breitt formatinu á þeim og framkallað svo ég "VIÐSKIPTAVINURINN" færi í burtu sátt!!!!! ekki að ég þurfi að fara heim og breyta myndunum og koma þeim svo aftur til þeirra!!!!
svo var pappírinn ekkert merkilegur, fengi þykkari og flottari pappír uppí Rusta.

Er semsagt komin að þeirri niðurstöðu að það kostar sig ekki peninga né gæðalega séð að láta svona fyrirtæku framkalla/stækka myndir.... fremur prennta eg þetta sjálf!!

Friday, April 14, 2006

ítalia..

jebb, þá er mín komin heim (skövde) aftur og er komn með gerfi neglur, það er ekkert sérstaklega auðvelt að skrifa með þeim, en það er að vengjast heheheheh. það var mjög gaman í ítalíu og einstaklega gaman að koma einn dag til Monoko.
Er svom þreytt nuna að ég nenni ekki að skrifa neitt. heheh Posted by Picasa

Thursday, April 06, 2006

updatering...

jebb ég er víst ekki búin að vera að logga neitt mega mikið....

sko í síðustu viku þá byrjaði mín loksins að lesa eitthvað að vita (fyrir ritgerðina) en er enn mega pirruð því handledaren minn er ekki að svara mér!!!!

Föstudaginn kom svo hin indislega Nim dimmalim til skövde, hitti á hana eftir góðan kaffihúsa dag með góðu vinkonu minni henni Elsu.

Um kvöldið söfnuðum við saman áfengi og plöntuðum okkur í sófan hans Erik og sátum þar frá 20:00 til 05:00 og vorum í " ég hef eldrei" leik meðal annara leikja :), úff við bryjuðum að drekka allt of snemma og enduðum í því að vera mega mega... um 12 leitið hehehe, en svo vaknaði mín aftur til lífsins en Nim var alveg búin.
LAugardaginn þá fórum við í ríkið og svo var fengið sér að borða á två rum og kök og svo farið heim og lagt sig.
það var real madrid - bacelona fótbolta leikur um kvöldið sem eyðilagði alveg drekka, spjalla fílinguna en við fórum samt eftir hann á kåren og þar var dansað og skemmt sér.
eftir partýið var rólegt að þessu sinni en samt mega gaman, vorum bara 5 en umræðurnar voru mega skemmtilegar.

Sunnudagurinn fór bara í leti.

Þriðjudaginn fór ég heim til Elsu, hún gerði mega góða pizzu og Gulli og Ari komu líka og við spiluðum Catan (held það sé skirfað svona), þetta var mega gaman þótt að Ari fái ekki 1# verlaun fyrir "leiðbeinandi" hehehehe. Spilinu var pakkað saman í snatri því að Jói hennar Önnu var komin upp á spítala. Axel og Ingibjörg voru svo yndisleg að lána okkur bílinn þeirra ( heheh þessi bíll er orðin svo mikil sameign hehe). skutluðum strákunum upp á spítala og við stelpurnar ætluðum til Önnu en ákvöðum að taka bensín fyrst og V'A'A'A'A allri voru samankomnir þangað á þessum tíma kvölds ( um eitt) og voru að halda veislu, fá sér pulsu og bara allt sem til var. beið endalaust lengi eftir að fá að borga !!!!
En allir eru góðir og við heilsu núna.

í gær fór ég niðrí bæ til að redda því ´sem redda þurfti áður en ég færi í ferðalagið ehhehe, og kom við á lestarstöðinni, þar sá ég eitt skrítnasta og með því ble sem ég hef séð.... eldri maður svona um 70 eitthvað stóð yfir öskubakkanum (stóra blóma/sand- kerinu) sem er fyrir utan lestarstöðina, þið vitið þessi sem maður kastar síkarettunum í til að það sé ekki um alla götuna, nei minn var bara að T'INA upp stærstu stubbana og setja þá í vasan, velja hverjir væru enn með eitthvað "reykjanlegt" á sér. ble ble ble

já ég er að fara til London á eftir og mun sofa nóttina þar, svo SNEMMA í fyrramálið þá fer á áleiðis til Ítalíu og mun hitta á mömmu, pabba og bróðir minn þar. Standa helgina á Cosmoprof bás og skemmtamín hehehehe.

læt ykkur vita hvernig ferðin var þegar ég kem til baka

Koss þangað til