Wednesday, February 14, 2007

hhhmmm

Kannksi komin tími til að skrifa eitthvað á þetta blessaða blogg.
Nokkrir hlutir "hvað er með Frakka og..."

1) krydd: eitthvað finnst mér vera skrítið með hvað frakkar eru ekki með heilu hillusamstæðurnar af kryddi hér í matvörubúðum. Kannksi maður þurfi að fara í spes KryddBúð til að geta keypt eitthvað gott krydd fyrir matinn, held að frakkar séu mest í salt og pipar samt heheh.

2) að segja "afsakaið" eins og til að segja færðu þig þegar þau gæti vel farið í kringum mig. Ég stend á mínum stað svo kemur einhver labbandi og á ÉG þá að færa mig..... bara spyr??

3) byrja troða sér að hurðinni áður en metróinn er stopp og jafnvel farinn að kvaka sitt "afsakið" (þýðing "færðu þig auli") áður en það er smuga á því að fólk gæti fært sig hænuskref vegna þess að "sérðu ekki að vagninn er stappaður"

Nei nei þetta er svo sem allt í lagi. gott að littli kaupmaðurinn á horninu er ekki að deyja allstaðar í heiminum, en mér finnst samt nokkuð þægilegt að geta keypt allt á einum stað heheheh i alvörunni fólk búðin mín hérna niðri selur ekki sprittkerti og það er ekki öruggt að þeir eigi stærðina af ljósaperu sem mig gæti vanntað.

----------------

um Daginn þá stíflaðist vaskurinn minn. Eini vaskurinn minn því ég er ekki með baðHERBERGI áhersla á orðið herbergi því sjálft salernið er staðsett frammi á gangi sem er alls ekki svo slæmt er sviðuð vegalegd og maður myndi fara frá svefnherberginu sínu að klóstinu í meðal stóru húsi heima. eina sem fríkar fólk út er að maður þarf að "opna" íbuðarhurðina og stífa fram hehehe. en sturtan er inní íbúð mjög smekklega staðsett. en já vaskurinn helvítið stíflaðist og mín eiddi alveg heillöngum tíma í að þrífa skítinn sem var í í rörunum sem ég næ til, til að komast að því að nei stíflan var LENGRA UPP. Allt prófar maður einhverndaginn. ég semsagt keypti efni sem heitir Desktop og er einhver vibbi sem er svo sterkur að hann eyðir öllum stíflum. maður á að hella þessum vökva í vaskinn og láta bíða. en PASSA sig að efnið komsit ekki í snertingu við skinn, augu eða neitt mikilvægt á líkama þínum. helti þessu ofan í og til að vera ekki í hættu á að anda að mér eitur efnum fór ég í skólan og leyfði þessum vibba að vinna á rörinu allan daginn. Líst ekkert á það að hella svona efnablönduviðbjóði út í nátturuna.

--------------

Í gær komu make-up fólk og model í skólan og vorum við að taka fegurðarmyndir af þeim það var mjög gaman. stelpan var mjög ánægð með mig og endaði í að vilja 19 myndir sem er mjög mikið.

----------
Þriðjudaginn átti Sonja elskan mín afmæli og á morgun á ég afmæli svo það er mikið um að vera svo er Kínverkst nýár á morgun líka held ég ....

2 Comments:

At 12:38 PM, Anonymous Anonymous said...

Happy birthday baby!
Vonandi færðu köku í Frakkalandi.
Knús og kram,
Elsa.

 
At 2:02 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elskan...
Axel F

 

Post a Comment

<< Home