Monday, October 17, 2005

topp fimm

topp fimm "sem ég elska":

# ég elska að fara út að hlaupa eftir miðnæti heima, sérstaklega þegar það er léttur úði og enginn vindur.

#ég elska að fá litlar óvæntar gjafir þótt það sé ekki nema bara lítið nammi stikki sem var keypt á leiðinni til mín, ein besta gjöf sem ég hef fengið var túlípanar sem villi týndi og kom með heim til mín.

# ég elska að dansa og það með öðrum sem hafa gaman af því líka.

# ég elska litlar stílabækur, allt sem hægt er að skrifa í, alveg veik í það, pennar eru líka í þessum flokki :) góður penni og tómar síður getur varla verið betra!!

#ferðast og kynnst nýju fólki, tungumálum og siðum er ástríða, getur kannksi flokkast í þessum ég elska flokki en hvaða máli skiptir það, það er ekkert að því að vera með svo streka ástríðu fyrir einhverju að maður getur ekki sagt að maður elski það því það er orðið að fíkn hehehe.

Topp fimm "sem ég þoli illa!

# þegar eitthvað fer til spillis.....matur, garn eða bara hvað sem er!!!!

#að vakna snemma (það er að segja) fyrir klukkan 11 :)

#þoli mjög illa þegar lesið er yfir öxlina á mér meðan ég skrifa eða bý eitthvað til (kallið það minnimáttar kend eða bara vitneskja um að ég geri villur og vil ekki vera leiðrétt fyrr en ég bið um hjálp... mér er nett sama EKKI GERA ÞETTA)

#að kaupa mér flotta skó... virðist vera einn hlutur sem mér tekst ekki að finna, vil nefnilega hafa þetta sem góða blöndu af þægilegum og glæsilegum skóm, þeir vilja bara ekki finna mig heheh

# Hvað ég er mikill sóði og tossi að eðlisfari....

2 Comments:

At 1:37 AM, Anonymous Anonymous said...

Varstu að horfa á "High Fidelity"? :)

 
At 11:32 AM, Blogger Bryndis Frid said...

:) jebb :)

 

Post a Comment

<< Home