Monday, November 28, 2005

áhugalaus og hugmyndasnauð


Fann þessa fínu mynd af Garfield vini mínum, og fannst hann nokkurn vegin fanga skapið mitt í dag.
helgin var súper góð náði að læra smá á laugardaginn áður en ég varð tipsy og svo var farið á Bogrens held ég örugglega að staðurinn heiti sem er niðrí bæ ég er hvort eð er alltaf á "depå" svo það er eina nafnið sem ég hef lagt á minnið hehe.
Það kostaði reyndar 120 kr inn, sem er eldur mikið fyrir minn smekk en what the hell, en svo á leið minni út af þessum fína skemmtistað fann ég 20kr fékk vin minn til að gefa mér gos á makkanum og fékk að lokum frían hamborgara frá pari sem hafði keypt of mikið og sat með vinum mínum. Kvöldið endaði því fullkomlega, hehhe. (eftir partý ekki talin með í þessari lýsingu kvöldsins, en voru einnig skemmtileg).

Fór að sofa eitthvað yfir 6 og vaknaði eitthvað yfir 4. dagurinn var semsagt búin áður en hann byrjaði.
kláruðum seinni seríuna af "Carnivale" sem er MEGA góð og mæli með til allra!! og myndina the door in the floor og bara slöppuðum af.

Já alveg satt ég er að gleyma að segja frá afmælispartýinu sem var á fimmtudaginn því elskan mín hún Nimali átti afmæli og eins og venjan er hér núna þá er það svo að ef maður á afmæli í miðri viku þá fær maður 2 partý, eitt á AFMÆLISDEGINUM og svo annað á laugardaginum heheh. Það var líka meka partý kom heim eitthvað um 5 minnir mig.

Ég er hrjáð hugmyndalaleisi!!!! þarf að finna gott ritgerðar efni, í lokaritgerðina mína, en það er bara ekki að birtast mér.
Náði að vakna nokkuð snemma í og er að blogga núna í staðin fyrir að læra..... alltaf eitthvað í staðin fyrir að læra en ég lofa ég er að fara að byrja á þessu öllu saman hehehe.

bæ í bili Posted by Picasa

2 Comments:

At 5:34 PM, Blogger Sirrý Jóns said...

...frænka mín er alltaf að horfa á Carnivalle, er sko sýnt á RÚV á mánudagskvöldum. Ég hef séð smá af seinni seríunni og eftir að Gyða útskýrði hitt og þetta þá varð ég bara nokkuð spennt og væri sko meira en til í að sjá þetta allt... :)

 
At 7:57 PM, Blogger Bryndis Frid said...

þetta er svona sem maður verður að sjá frá byrjun. en ef þúkemst inn í þetta þá er það BARA gott.

 

Post a Comment

<< Home