Wednesday, March 22, 2006

nef





Okay svona finnst að ég er ennþá smá "veik", set veik innan gæsalappa því að ég tel mig ekki beint veika, er enn með smá eitthvað í hálsinum og nefið er í raun ekki lengur stíflað nema það er eins og það sé stíflað upp í ennisholurnar hehehe.

Hef verið að hugsa mjög mikið um muninn milli þess að vera kvefaður á Norðurlöndunum eða aðeins sunnar í Evrópu, Ítalir, Spánverjar og áræðanlega frakkar fara alveg yfir um ef maður sígur upp í nefið og gefa okkur tissjú úr litla tissjú pakkanum sínum sem þau kaupa og eru alltaf með á sér.
Á norðurlöndum þá kaupir enginn þennan pakka ekki nema þeir séu veikir og vilja hafa þetta á sér svona ef ske skildi að þau væri alveg að fara að missa allt út úr sér. Annars er algengara að heyra þetta "sog" hljóð. Þetta ég er ekki með það mikið kvef til að getað snýtt mér en samt nógu mikið til að vera stöðugt að snökta til að geta andað heheheh. Ég velti því bara fyrir mér hvort að Spánverjar og ítalir fá bara ekki eins kvef og "við" =(norðurlandabúar). Hvort að kuldinn sem við upplifum sé svona miklu meiri að við kvefumst bara meira, eða erum við bara svona þrjósk að vilja ekki viðurkenna að það sé svona kalt og erum alltaf að klæða okkur of illa til að lýta sem best út, segjum við okkur sjálf "iss ég er bara að hoppa inn og út úr bílnum og svo inn í vinnu" en ef Spánverjum kemur til íslands t.d. þá eru þeir illa klæddir ef þeir ganga ekki í svefnpoka hahahha.
Er bara að íhuga þetta svona..... því áður þá fór ekki svo í taugarnar á mér ef fólk væri að sjúga upp í nefið en það hefur farið meira og meira í fínu taugarnar á mér síðan ég var á Spáni í sumar, það er ekki málið að Spánverjinn sjúgi ekki upp í nefið, málið er fremur hvað Norðurlandabúinn gerir mikið af því, gat varla heyrt hvað kennarinn minn var að segja því að ein stelpan í tímanum var svo upptekin í að sjúga upp í nefið eitthvað sem greinilega á hljóðinu að dæma var eitthvað sem vildi komast á tissjú. ahhahahahahaha. já litle miss piggy fór smá í taugarnar á mér en maður lætur þetta vera því að maður veit að þegar maður sjálfur verður slappur þá þarf maður að gera eitthvað álíka.
Hef ekki verið í mið-Evrópu að vetri til, allavega ekki nógu lengi til að geta gert könnun um nefrennsli og slíkt, veit samt að þjóðverjar og hollendingar eru líka með þessa tissjú pakka á sér, en hvernig kvefast þeir?? hehehe
Eina sem ég veit um þá er að sumir þjóðverjar snýta sér við matarborðið og fara ekki lágt um það. jæja ég skil ykkur eftir með þessar vangaveltur mínar..... þar til næst..... Posted by Picasa

0 Comments:

Post a Comment

<< Home